Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 11:39 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira