Sveindís spilar úrslitaleiki fyrir framan metfjölda í Þýskalandi og Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gerðu frábærlega í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, og Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir verður í sviðsljósinu með þýska stórliðinu Wolfsburg á næstunni. Liðið spilar bikarúrslitaleik í Þýskalandi á morgun og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 3. júní, og áhorfendamet verður slegið á báðum leikjum. Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti