GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 14:01 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira