Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 14:35 Hjónin voru hætt komin í gærkvöldi að eigin sögn vegna ljósmyndara. EPA Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira