Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 10:11 Fólkið var að lokum sótt á sexhjólum. Landsbjörg Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“ Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“
Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira