„Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu, fjölskyldu minnar vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2023 15:42 Fjölskyldan hennar Sigríðar er ástríðufull í stuðningi sínum við Tindastól. Sigríður er næstlengst til hægri og ber derhúfu sem merkt er Tindastól. Helgi Rafn Viggósson, stóri bróðir hennar og fyrirliði liðsins er fyrir miðju. Aðsend Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins. Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“ Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“
Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49
Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00