„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2023 18:56 Tunnurnar fjórar sem Reykvíkingar koma til með að kynnast í ár. Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir. Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir.
Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira