Sara segir orðróm um deilur hjá Juventus ekki sannan Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:51 Sara Björk gekk til liðs við Juventus síðasta sumar. Visir/Getty Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir gæti verið á leiðinni frá Juventus en netmiðlar greina frá ósætti á milli hennar og hluta leikmannahópsins. Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31