Sara segir orðróm um deilur hjá Juventus ekki sannan Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:51 Sara Björk gekk til liðs við Juventus síðasta sumar. Visir/Getty Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir gæti verið á leiðinni frá Juventus en netmiðlar greina frá ósætti á milli hennar og hluta leikmannahópsins. Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31