Kærð á ný vegna brots á lyfjareglum en segist verða fyrir árásum tennisyfirvalda Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 11:31 Simona Halep féll á lyfjaprófi í október en hefur nú verið ákærð fyrir annað brot á reglum. Vísir/Getty Ein besta tenniskona heims hefur verið kærð fyrir brot á lyfjareglum í annað sinn. Hún segir að verið sé að ráðast gegn sinni persónu og heitir því að hreinsa nafn sitt. Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023 Tennis Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023
Tennis Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira