Aldrei notað frægðina til að komast yfir kvenfólk Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 20. maí 2023 21:30 Þorgeir Ástvaldsson var gestur Gústa B og Big Income Pally í Veislunni. AÐSEND „Mér hefur alltaf þótt það hallærislegt,“ segir útvarpsmaðurinn geðþekki Þorgeir Ástvaldsson. Að nálgast stelpur þannig: „Ég er svo frægur að ég má bara fara með þér upp í rúm!“ Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“