Alfreð sá rautt í tapi Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:59 Alfreð Finnbogason ver hér boltann á marklínunni í leik Lyngby og Odense í dag. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar lið hans Lyngby tapaði 4-0 á heimavelli gegn Odense í dönsku deildinni í dag. Fallbaráttan í Danmörku er enn æsispennandi. Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti. Danski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti.
Danski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira