HIV og réttindabarátta hinsegin fólks Sævar Þór Jónsson skrifar 21. maí 2023 18:01 Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hinsegin Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun