Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:59 Vinicius Junior bendir á áhorfendur sem beitt höfðu hann kynþáttaníði á leiknum við Valencia á sunnudaginn. Getty/Mateo Villalba Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“. Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“.
Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira