Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sat fyrir svörum um hvalveiðar á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira