Ekki bend´á mig Indriði Stefánsson skrifar 24. maí 2023 07:30 Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar