Ekki bend´á mig Indriði Stefánsson skrifar 24. maí 2023 07:30 Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar