Tilkynnt var um meintan þjóf sem reyndi að stela úr kjörbúð í hverfi 108 sem eru Múlar og Skeifan. Þjófurinn var gripinn og við leit fundust tvær nautalundir í buxnaskálm hans.
Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast það sem af er viku. Tilkynnt var um einstakling sem var með ætlað þýfi undir höndum í hverfi 105. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni en þar hafi einn lamið annan í andlitið. Málið er í rannsókn.
Þá rauk vindurinn upp skömmu fyrir hádegið og þá var ekki að sökum að spyrja; trampólín á Álftanesi fóru að fjúka um nesið að sögn lögreglu, og eflaust víðar.