Katrín Tanja getur komist fyrst á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 10:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir á undan öllum hinu íslenska CrossFit fólkinu af því að hún er skráð til leiks á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku og keppir í raun undir fána Bandaríkjanna að þessu sinni. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er flogin til Kaliforníu þar sem bíður hennar risastórt verkefni sem er að keppa í undanúrslitamóti fyrir heimsleikana í CrossFit. Undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Keppnin hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudaginn kemur. Eftir það munu tíu efstu konurnar tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. Katrín og Brooks Laich, kærasti hennar, flugu til Los Angeles í upphafi vikunnar eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum þeirra.' View this post on Instagram A post shared by Brooks Laich (@brookslaich) Katrín Tanja er flutt frá Íslandi til Idaho fylkis í vesturhluta Bandaríkjanna og til að fá að keppa í undanúrslitamóti nálægt sér þá keppir hún undir bandaríska fánanum en ekki þeim íslenska. Katrín Tanja getur engu að síðustu orðið fyrsti íslensku keppandinn í fullorðinsflokki til að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í haust. Katrín Tanja komst ekki á síðustu heimsleika eftir að hafa verið með sjö ár í röð. Komist hún til Madison þá verða þetta hennar tíundu heimsleikar á ferlinum. Um síðustu helgi fór fram undanúrslitamóti austurhluta Norður-Ameríku og Katrín og aðrar sem keppa um helgina hafa væntanlega fylgst vel með gangi mála það. Ekki bara vegna áhuga síns á CrossFit íþróttinni heldur einnig vegna þess að greinarnar á öllum undanúrslitamótum eru þær sömu. Katrín Tanja og keppinautar hennar vita því nákvæmlega hvað þær eru að fara út í um helgina sem er oft ekki raunin á CrossFit-mótum. Katrín þarf að bæta sig talsvert frá því í fjórðungsúrslitunum þar sem hún endaði í tuttugasta sæti. Hún hefur hins vegar oftast staðið sig betur í maður á mann keppni í staðinn fyrir að skila æfingum í gegnum netið eins og í tveimur fyrstu hlutum undankeppninnar. Það gefur okkur ástæðu til bjartsýni á það að Katrín nái að hækka sig um tíu sæti og tryggja sér sæti á heimsleikunum 2023, fyrst Íslendinga í fullorðinsflokki. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Keppnin hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudaginn kemur. Eftir það munu tíu efstu konurnar tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. Katrín og Brooks Laich, kærasti hennar, flugu til Los Angeles í upphafi vikunnar eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum þeirra.' View this post on Instagram A post shared by Brooks Laich (@brookslaich) Katrín Tanja er flutt frá Íslandi til Idaho fylkis í vesturhluta Bandaríkjanna og til að fá að keppa í undanúrslitamóti nálægt sér þá keppir hún undir bandaríska fánanum en ekki þeim íslenska. Katrín Tanja getur engu að síðustu orðið fyrsti íslensku keppandinn í fullorðinsflokki til að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í haust. Katrín Tanja komst ekki á síðustu heimsleika eftir að hafa verið með sjö ár í röð. Komist hún til Madison þá verða þetta hennar tíundu heimsleikar á ferlinum. Um síðustu helgi fór fram undanúrslitamóti austurhluta Norður-Ameríku og Katrín og aðrar sem keppa um helgina hafa væntanlega fylgst vel með gangi mála það. Ekki bara vegna áhuga síns á CrossFit íþróttinni heldur einnig vegna þess að greinarnar á öllum undanúrslitamótum eru þær sömu. Katrín Tanja og keppinautar hennar vita því nákvæmlega hvað þær eru að fara út í um helgina sem er oft ekki raunin á CrossFit-mótum. Katrín þarf að bæta sig talsvert frá því í fjórðungsúrslitunum þar sem hún endaði í tuttugasta sæti. Hún hefur hins vegar oftast staðið sig betur í maður á mann keppni í staðinn fyrir að skila æfingum í gegnum netið eins og í tveimur fyrstu hlutum undankeppninnar. Það gefur okkur ástæðu til bjartsýni á það að Katrín nái að hækka sig um tíu sæti og tryggja sér sæti á heimsleikunum 2023, fyrst Íslendinga í fullorðinsflokki. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira