Lunde varði yfir 65 prósent skotanna sem á hana komu og liðið hennar Vipers Kristiansand vann fyrir vikið 32-19 stórsigur á Storhamar í fyrsta leik.
Vipers Kristiansand getur tryggt sér titilinn með sigri á laugardaginn en liðið á síðan eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni í Búdapest í næsta mánuði.
Katrine Lunde (43) stengte målet https://t.co/FaRsbkJ4Jx
— VG Sporten (@vgsporten) May 23, 2023
Það þykir magnað afrek hjá Lunde að vera bjóða upp á svona frammistöðu enda orðin 43 ára gömul. Hún er fædd í mars árið 1980.
Lunde er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með norska landsliðinu og hefur alls unnið tíu gull á stórmótum með norska landsliðinu.
Vipers Kristiansand hefur unnið fimm titla í röð síðan að Lunde kom til liðsins eftir að hafa spilað í mörg ár í Rússlandi og Ungverjalandi. Vinni liðið á laugardaginn verður það sjötti norski meistaratitillinn í röð.
Katrine Lunde hefur alls orðið tólf sinnum landsmeistari á ferlinum, í Noregi (5), í Danmörku (3) og í Ungverjalandi (4).
: The most capped player in EHF EURO's history. A champion. A role model. A legend. Discover Katrine Lunde like never before!
— EHF EURO (@EHFEURO) November 24, 2022
Watch Now: https://t.co/uBYbE5GuCT#ehfeuro2022 @NORhandball pic.twitter.com/WVEd3q0nsg