Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:51 Formaður Samfylkingarinnar spurði á Alþingi til hvers ríkið væri ef ekki til að bregðast við efnahagsástæðum og nú ríkja. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“ Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira