Geti ekki staðið með lúður og ráðist á Seðlabankann Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 23:42 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins einnig vera gerendur í verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun. Um er að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð og eru meginvextir bankans nú komnir í 8,75 prósent. Hækkunin hefur vægast sagt fallin í grýttan jarðveg meðal landsmanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að hann skilji það vel að kurr sé í þjóðinni eftir tíðindi dagsins. Hann vill meina að hækkunin sé þó nauðsynleg. „Það er þannig að núna er verðbólgan 9,9 prósent og miðað við horfurnar er hún ekkert að fara að ganga niður að öðru óbreyttu. Þetta eru þau meðöl sem við höfum og okkur er eiginlega engin annar kostur heldur en að í rauninni reyna að taka á þessu. Það er eiginlega svarið en auðvitað er þetta ömurlegt.“ „Eitthvað verður undan að láta“ Ásgeir hefur áður biðlað til vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að grípa keflið og leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að ekki hafi verið hlustað vel á þau tilmæli. „Ekki nægilega vel allavega. Við ættum bara að sjá til. Það sem við þurfum kannski núna er svona meira plan fyrir framtíðina, fyrir þjóðina.“ Hver þarf að koma að því plani? „Við þurfum að fá kjarasamninga sem eru til lengri tíma og byggja á svona einhverri framtíðarsýn,“ segir Ásgeir við því og bætir við að í síðustu kjarasamningum hafi laun hækkað um átta til níu prósent. „Það er náttúrulega ekki til þess að lækka verðbólgu.“ Þá er honum á móti bent á það að fólk vilji fá launahækkanir í takt við hækkanir til að ná endum saman. Við því segir Ásgeir: „Ég veit það en það er samt þannig að eitthvað verður undan að láta. Ef verðbólgan er komin á þetta stig sem hún er núna á, þar sem í rauninni kjölfestan er farin nokkurn veginn, þá munu allar kauphækkanir bara koma fram í verðbólgu. Þetta er svona einhver leikur á milli, það er að segja það er samið um launahækkanir í kjarasamningum, síðan hækkar verðið í kjölfarið. Þannig enginn er í rauninni betur settur og við þurfum síðan að hækka vexti. Við þurfum einhvern veginn að vinda ofan af þessu.“ Hækkanirnar hafi ekki haft næg áhrif Ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa verið harðlega gagnrýndar í ljósi þess að verðbólgan er ekki að ganga niður. Ásgeir er spurður út í það hvers vegna það sé. „Það sem er í gangi líka er að íslenska hagkerfið er náttúrulega búið að vaxa alveg mjög hratt. Sex, sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. Við áætlum að hann hafi verið fimm prósent á þessu ári, það er bara gríðarlega mikil uppsveifla. Það er jákvætt að það sé hagvöxtur, það gengur vel, Ísland er uppselt í sumar í ferðaþjónustu. Á sama tíma er líka mikil neysla. Þannig að það er ekki eins og stýrivaxtahækkanir okkar hafi ekki haft áhrif, þær hafa bara ekki verið nóg.“ Hann segist hafa saknað þess að fá aðila vinnumarkaðarins með í baráttuna við verðbólguna. „Það gerðist ekki síðasta haust og ég var sjálfur kannski óhóflega bjartsýnn um það. Einnig þá þarf ríkissjóður bara að auka aðhaldið. Það er auðveldara í svona miklum hagvexti, þá eru tekjurnar að aukast mjög hratt.“ Aðilar vinnumarkaðarins séu einnig gerendur Ásgeir segist vilja leggja áherslu á að „einhvern veginn allir“ þurfi að koma saman til að hægt sé að ná verðbólgunni niður. Hann segist þó ekki hafa vald til þess að kalla til fundar með þeim aðilum sem þurfi að leggja sitt af mörkum í baráttunum „Ég hef nú ekki vald til þess. Ég náttúrulega hitti þessa aðila en ég hef ekki heimildir til þess, þessir aðilar eru allir með umboð. Stjórnmálamenn eru með umboð frá þjóðinni í kosningum, verkalýðsforingjar eru með umboð frá sínu félagsfólki. Þau eru með umboð og það er bara mjög mikilvægt að þau náttúrulega komi fram í samræmi við þetta umboð.“ Þá er Ásgeir nokkuð harðorður í garð aðila vinnumarkaðarins: „Það er mjög mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins axli ábyrgð og átti sig á því að þeir eru gerendur í málinu líka. Þeir geta ekki bara staðið á götuhornum með einhvern lúður og verið að ráðast á Seðlabankann. Það sem við gerum er afleiðing af því sem þeir gera.“ Seðlabankinn geti ráðið við verðbólguna Ásgeir virðist þó vera bjartsýnn á að hægt sé að ná verðbólgunni niður með hærri stýrivöxtum. „Við munum geta ráðið við þetta. Seðlabankinn getur í krafti þeirra stýritækja sem við höfum náð verðbólgunni niður og það ætlum við að gera.“ Hvað höfum við langan tíma? „Það fer eftir því hvað við ætlum að gera þetta hratt. Núna hækkuðum við vexti um 125 punkta sem er mjög mikið. Það þýðir það að við ætlum að keyra verðbólguna niður, ná spennunni úr kerfinu. En það er ekkert endilega víst að það verði sársaukalaust eða heppilegt.“ Hann segir að það taki alltaf einhverja mánuði að sjá einhver áhrif hækkana. „En ég verð að vona að við sjáum einhvern árangur þegar haustið kemur.“ Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að hann skilji það vel að kurr sé í þjóðinni eftir tíðindi dagsins. Hann vill meina að hækkunin sé þó nauðsynleg. „Það er þannig að núna er verðbólgan 9,9 prósent og miðað við horfurnar er hún ekkert að fara að ganga niður að öðru óbreyttu. Þetta eru þau meðöl sem við höfum og okkur er eiginlega engin annar kostur heldur en að í rauninni reyna að taka á þessu. Það er eiginlega svarið en auðvitað er þetta ömurlegt.“ „Eitthvað verður undan að láta“ Ásgeir hefur áður biðlað til vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að grípa keflið og leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að ekki hafi verið hlustað vel á þau tilmæli. „Ekki nægilega vel allavega. Við ættum bara að sjá til. Það sem við þurfum kannski núna er svona meira plan fyrir framtíðina, fyrir þjóðina.“ Hver þarf að koma að því plani? „Við þurfum að fá kjarasamninga sem eru til lengri tíma og byggja á svona einhverri framtíðarsýn,“ segir Ásgeir við því og bætir við að í síðustu kjarasamningum hafi laun hækkað um átta til níu prósent. „Það er náttúrulega ekki til þess að lækka verðbólgu.“ Þá er honum á móti bent á það að fólk vilji fá launahækkanir í takt við hækkanir til að ná endum saman. Við því segir Ásgeir: „Ég veit það en það er samt þannig að eitthvað verður undan að láta. Ef verðbólgan er komin á þetta stig sem hún er núna á, þar sem í rauninni kjölfestan er farin nokkurn veginn, þá munu allar kauphækkanir bara koma fram í verðbólgu. Þetta er svona einhver leikur á milli, það er að segja það er samið um launahækkanir í kjarasamningum, síðan hækkar verðið í kjölfarið. Þannig enginn er í rauninni betur settur og við þurfum síðan að hækka vexti. Við þurfum einhvern veginn að vinda ofan af þessu.“ Hækkanirnar hafi ekki haft næg áhrif Ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa verið harðlega gagnrýndar í ljósi þess að verðbólgan er ekki að ganga niður. Ásgeir er spurður út í það hvers vegna það sé. „Það sem er í gangi líka er að íslenska hagkerfið er náttúrulega búið að vaxa alveg mjög hratt. Sex, sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. Við áætlum að hann hafi verið fimm prósent á þessu ári, það er bara gríðarlega mikil uppsveifla. Það er jákvætt að það sé hagvöxtur, það gengur vel, Ísland er uppselt í sumar í ferðaþjónustu. Á sama tíma er líka mikil neysla. Þannig að það er ekki eins og stýrivaxtahækkanir okkar hafi ekki haft áhrif, þær hafa bara ekki verið nóg.“ Hann segist hafa saknað þess að fá aðila vinnumarkaðarins með í baráttuna við verðbólguna. „Það gerðist ekki síðasta haust og ég var sjálfur kannski óhóflega bjartsýnn um það. Einnig þá þarf ríkissjóður bara að auka aðhaldið. Það er auðveldara í svona miklum hagvexti, þá eru tekjurnar að aukast mjög hratt.“ Aðilar vinnumarkaðarins séu einnig gerendur Ásgeir segist vilja leggja áherslu á að „einhvern veginn allir“ þurfi að koma saman til að hægt sé að ná verðbólgunni niður. Hann segist þó ekki hafa vald til þess að kalla til fundar með þeim aðilum sem þurfi að leggja sitt af mörkum í baráttunum „Ég hef nú ekki vald til þess. Ég náttúrulega hitti þessa aðila en ég hef ekki heimildir til þess, þessir aðilar eru allir með umboð. Stjórnmálamenn eru með umboð frá þjóðinni í kosningum, verkalýðsforingjar eru með umboð frá sínu félagsfólki. Þau eru með umboð og það er bara mjög mikilvægt að þau náttúrulega komi fram í samræmi við þetta umboð.“ Þá er Ásgeir nokkuð harðorður í garð aðila vinnumarkaðarins: „Það er mjög mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins axli ábyrgð og átti sig á því að þeir eru gerendur í málinu líka. Þeir geta ekki bara staðið á götuhornum með einhvern lúður og verið að ráðast á Seðlabankann. Það sem við gerum er afleiðing af því sem þeir gera.“ Seðlabankinn geti ráðið við verðbólguna Ásgeir virðist þó vera bjartsýnn á að hægt sé að ná verðbólgunni niður með hærri stýrivöxtum. „Við munum geta ráðið við þetta. Seðlabankinn getur í krafti þeirra stýritækja sem við höfum náð verðbólgunni niður og það ætlum við að gera.“ Hvað höfum við langan tíma? „Það fer eftir því hvað við ætlum að gera þetta hratt. Núna hækkuðum við vexti um 125 punkta sem er mjög mikið. Það þýðir það að við ætlum að keyra verðbólguna niður, ná spennunni úr kerfinu. En það er ekkert endilega víst að það verði sársaukalaust eða heppilegt.“ Hann segir að það taki alltaf einhverja mánuði að sjá einhver áhrif hækkana. „En ég verð að vona að við sjáum einhvern árangur þegar haustið kemur.“
Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira