Fjársjóður í ferðaþjónustu Valdís A. Steingrímsdóttir og Margrét Wendt skrifa 25. maí 2023 11:01 Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar