Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 19:31 Þorleifur Þorleifsson hlóp rúma 335 kílómetra um helgina. Vísir/Stöð 2 Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári. Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24
Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43