Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 15:43 Steindór er einn fjögurra vísindamanna við HÍ, HR og heilsugæslunnar sem stóðu að rannsókninni. Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma. Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma.
Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira