Hefur búið í bílnum sínum nánast allt skiptinámið Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2023 21:00 Bob þarf ekki margt til að líða vel í bílnum. Vísir/Einar Hollenskur skiptinemi ákvað að gera sér heimili í bílnum sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening. Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl. Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira