„Við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2023 13:01 Theodór Elmar Bjarnason hlakkar til að spila sinn fyrsta leik í sumar á grasinu í Vesturbænum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður fyrsti leikurinn minn í Frostaskjóli þannig að ég hlakka til,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, um leik kvöldsins við Stjörnuna í Bestu deild karla sem fram fer að Meistaravöllum klukkan 19:15. „Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
„Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast