Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 21:59 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld. „Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“ Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
„Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10