Hlín bjargaði stigi fyrir Kristianstad | Birkir spilaði loks fyrir Viking Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2023 20:01 Hlín Eiríksdóttir er samningsbundin Kristianstad til 2024. kdff.nu Hlín Eiríksdóttir skoraði eina mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Hammarby í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Birkir Bjarnason spilaði loks fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið steinlá gegn Bodö/Glimt. Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig. Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig.
Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira