Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 13:30 FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í þrístökki bæði inn og úti í ár. FRÍ/Marta María FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira