Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2023 07:46 Repúblikaninn Graham er einn dyggasti stuðningsmaður Úkraínumanna vestanhafs. Getty/Alex Wong Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“