Hilmir Snær og Benedikt Erlings endurgerðu frægan Fóstbræðraskets Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 10:42 Þeir félagar höfðu engu gleymt þrátt fyrir að 26 ár séu síðan þeir léku sketsinn saman síðast. Brokk Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson endurgerðu einn frægasta Fóstbræðra skets frá upphafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ Um er að ræða auglýsingu fyrir öryggisvesti á vegum Brokk, netverslunar hestamannsins. Báðir eru þeir Hilmir Snær og Benedikt Erlings miklir hestamenn og hafa verið um árabil svo athygli hefur oft vakið. Árið 2008 riðu þeir félagar til að mynda saman frá hesthúsahverfinu Gusti í Kópavogi og niður í Hallargarð við tjörnina í Reykjavík í gjörningi þar sem þeir minntu borgarfulltrúa á að tryggja áfram aðgang almennings og þá sérstaklega barna að hestaréttinni og garðinum eftir sölu borgarinnar á Frírkirkjuvegi. Í auglýsingu Brokk slá þeir félagar á öllu léttari strengi og endurgera einn af þekktari sketsum Fóstbræðra, sem sýndir voru á Stöð 2 á tíunda áratugnum. Sketsinn þekkja langflestir en hann var að finna í allra fyrstu seríunni af grínþáttunum sem sýnd var í sjónvarpi árið 1997. Þar gerir persóna Hilmis Snæs hosur sínar grænar fyrir persónu Benna Erlings á kómískan hátt við dræmar undirtekir hins síðarnefnda. Upprunalega sketsinn má horfa á hér og uppfærða útgáfu neðst í fréttinni. Fóstbræður hafa svo sannarlega minnt á það hversu rækilega þeir hafa stimplað sig inn í þjóðarvitundina en Jóhannes Haukur Jóhannesson sagði til að mynda einn frægasta brandara þáttanna nýverið í aukahlutverki sínu í hinum heimsfrægu dramaþáttum Succession sem sýndir eru á Stöð 2. Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu fyrir öryggisvesti á vegum Brokk, netverslunar hestamannsins. Báðir eru þeir Hilmir Snær og Benedikt Erlings miklir hestamenn og hafa verið um árabil svo athygli hefur oft vakið. Árið 2008 riðu þeir félagar til að mynda saman frá hesthúsahverfinu Gusti í Kópavogi og niður í Hallargarð við tjörnina í Reykjavík í gjörningi þar sem þeir minntu borgarfulltrúa á að tryggja áfram aðgang almennings og þá sérstaklega barna að hestaréttinni og garðinum eftir sölu borgarinnar á Frírkirkjuvegi. Í auglýsingu Brokk slá þeir félagar á öllu léttari strengi og endurgera einn af þekktari sketsum Fóstbræðra, sem sýndir voru á Stöð 2 á tíunda áratugnum. Sketsinn þekkja langflestir en hann var að finna í allra fyrstu seríunni af grínþáttunum sem sýnd var í sjónvarpi árið 1997. Þar gerir persóna Hilmis Snæs hosur sínar grænar fyrir persónu Benna Erlings á kómískan hátt við dræmar undirtekir hins síðarnefnda. Upprunalega sketsinn má horfa á hér og uppfærða útgáfu neðst í fréttinni. Fóstbræður hafa svo sannarlega minnt á það hversu rækilega þeir hafa stimplað sig inn í þjóðarvitundina en Jóhannes Haukur Jóhannesson sagði til að mynda einn frægasta brandara þáttanna nýverið í aukahlutverki sínu í hinum heimsfrægu dramaþáttum Succession sem sýndir eru á Stöð 2.
Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira