Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München. Mark Wieland/Getty Images „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira