Örlög besta íslenska CrossFit fólksins ráðast í Berlín næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir á möguleika á að vinna sér keppnisrétt á þrettándu heimsleikunum þar af í tólfta skiptið í einstaklingskeppninni. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á marga flotta keppendur í undanúrslitamóti Evrópu þar sem verður barist um laus sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira