Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 3-0 | Langþráður sigur Eyjamanna Einar Kárason skrifar 1. júní 2023 19:59 vísir/Diego ÍBV vann öruggan 3-0 sigur á HK þegar liðin mættust í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í deildinni síðan í lok apríl. Það viðraði ágætlega fyrir utan blindþoku þegar Eyjamenn tóku á móti HK í Vestmannaeyjum. ÍBV hafði fyrir leik tapað síðustu fimm leikjum sínum og þurftu nauðsynlega á sigri að halda á meðan gestirnir voru í ágætis málum með þrettán stig. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og þurftu áhorfendur á Hásteinsvelli ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem leit dagsins ljós á sjöundu mínútu. Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, vann boltann og kom honum á Oliver Heiðarsson úti hægra megin. Oliver sendi boltann á fjærstöng þar sem Sverrir Páll Hjaltested var mættur til að koma honum í netið. Staðan 1-0 og aðdáendur heimaliðsins ánægðir. Skömmu síðar urðu Eyjamenn þó fyrir áfalli þegar Alex Freyr þurfti að fara af velli vegna meiðsla en inn í hans stað kom Eyþór Daði Kjartansson. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleiknum og virtust líklegri til að bæta við heldur en gestirnir að jafna. Sverrir Páll var erfiður við að eiga ásamt því að Eyþór Daði mætti inn með krafti. Skömmu fyrir hálfleik var aukaspyrna dæmd þegar Eyþór féll rétt fyrir utan teig HK. Varamaðurinn tók spyrnuna sjálfur, setti boltann framhjá veggnum og út við stöng þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður gestanna, kom engum vörnum við. Rétt fyrir annað mark heimamanna höfðu gestirnir verið að sækja án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 2-0 fyrir ÍBV og brekka framundan fyrir bláklædda Kópavogsmenn. Ástandið skánaði ekki fyrir gestina strax í upphafi siðari hálfleiks þegar Arnar Breki Gunnarsson fann vinstri bakvörð ÍBV, Felix Örn Friðriksson, vinstra megin í teig HK. Lauflétt gabbhreyfing sendi tvo varnarmenn gestanna á afturendann áður en Felix setti boltann á hægri fótinn og skaut að marki. Boltinn í netið á nærstöng og staðan 3-0 fyrir heimaliðið sem var á botninum fyrir leik kvöldins. HK virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð á meðan ÍBV hélt áfram að þjarma að marki þeirra. Arnar Freyr þurfti að taka á honum stóra sínum frá Eyþóri Daða og Hermanni Þór Ragnarssyni um miðjan síðari hálfleik. Arnar Freyr þurfti svo að fara af velli vegna meðsla sem hann hlaut þegar honum lenti saman við Sverri Pál þegar skammt var eftir. Sama var uppi á tengingnum síðustu tíu mínútur leiksins. ÍBV mun líklegri og það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem gestirnir sóttu af krafti en komust lítið áleiðis. Niðurstaðan þriggja marka sigur ÍBV sem vinna loks leik og lyfta sér upp töfluna. Af hverju vann ÍBV? Ekki veit ég hvað rætt var fyrir leik en Eyjamenn mættu mun grimmari en kollegar þeirra úr Kópavogi. Skoruðu snemma leiks og litu aldrei um öxl. Annað markið kom skömmu fyrir hálfleik og það þriðja strax í upphafi þess síðari. Leik lokið. ÍBV var yfir í öllum þeim þáttum sem skipta máli í leik sem þessum. Kraftur, dugnaður, barátta og allar hinar klisjurnar. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var frábær í kvöld. Skoraði fyrsta mark leiksins og lagði upp ótal færi ásamt því að slást um hvern einasta bolta sem í boði var. Eyþór Daði Kjartansson kom inn af bekknum og skoraði virkilega snoturt aukaspyrnumark og skapaðist hætta í hvert skipti sem hann fékk tíma og pláss með boltann. Varnarlína ÍBV var nánast ósýnileg, sem segir til um hversu lítið gestirnir ógnuðu og hve vel línan stóð vaktina. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, varði nokkrum sinnum vel í leiknum og sá til þess að munurinn yrði ekki meiri. Hvað gekk illa? HK hafa átt upp og niður leiki það sem af er mótinu. Þetta var niður leikur. Voru úti um allt varnarlega og náðu engum takti sóknarlega. Afar ólíkir sjálfum sér og lykilmenn sáust ekki. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga KR á Meistaravöllum í næstu umferð en HK tekur á móti Val. Ómar Ingi: Verðum að passa okkur að láta þetta ekki kafsigla okkur andlega Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var vonsvikinn með spilamennsku sinna manna í leiknum í Eyjum í kvöld. „Þetta voru mikil vonbrigði. Þetta var lélegt HK lið sem mætti til leiks í dag. Mér fannst við vera hægir, seinir og viljalitlir. Upplifunin var eins og við værum of góðir til að fara í dansinn sem Eyjamenn buðu upp í.“ Gestirnir voru ólíkir sér og vantaði þann kraft sem liðið hefur sýnt það sem af er sumri. „Við vorum í erfiðleikum allstaðar og þá er sérstaklega erfitt að skora. Fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki og fyrsti leikurinn sem við töpum með meira en einu marki. Við verðum að passa okkur að láta þetta ekki gjörsamlega kafsigla okkur andlega þó að þessi leikur hafi farið eins og hann fór. Erfiðasti hluturinn í þessu er að skora mörk og þegar það eru erfiðleikar aftarlega þá verður það enn erfiðara,“ sagði Ómar. Besta deild kvenna ÍBV HK
ÍBV vann öruggan 3-0 sigur á HK þegar liðin mættust í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í deildinni síðan í lok apríl. Það viðraði ágætlega fyrir utan blindþoku þegar Eyjamenn tóku á móti HK í Vestmannaeyjum. ÍBV hafði fyrir leik tapað síðustu fimm leikjum sínum og þurftu nauðsynlega á sigri að halda á meðan gestirnir voru í ágætis málum með þrettán stig. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og þurftu áhorfendur á Hásteinsvelli ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem leit dagsins ljós á sjöundu mínútu. Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, vann boltann og kom honum á Oliver Heiðarsson úti hægra megin. Oliver sendi boltann á fjærstöng þar sem Sverrir Páll Hjaltested var mættur til að koma honum í netið. Staðan 1-0 og aðdáendur heimaliðsins ánægðir. Skömmu síðar urðu Eyjamenn þó fyrir áfalli þegar Alex Freyr þurfti að fara af velli vegna meiðsla en inn í hans stað kom Eyþór Daði Kjartansson. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleiknum og virtust líklegri til að bæta við heldur en gestirnir að jafna. Sverrir Páll var erfiður við að eiga ásamt því að Eyþór Daði mætti inn með krafti. Skömmu fyrir hálfleik var aukaspyrna dæmd þegar Eyþór féll rétt fyrir utan teig HK. Varamaðurinn tók spyrnuna sjálfur, setti boltann framhjá veggnum og út við stöng þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður gestanna, kom engum vörnum við. Rétt fyrir annað mark heimamanna höfðu gestirnir verið að sækja án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 2-0 fyrir ÍBV og brekka framundan fyrir bláklædda Kópavogsmenn. Ástandið skánaði ekki fyrir gestina strax í upphafi siðari hálfleiks þegar Arnar Breki Gunnarsson fann vinstri bakvörð ÍBV, Felix Örn Friðriksson, vinstra megin í teig HK. Lauflétt gabbhreyfing sendi tvo varnarmenn gestanna á afturendann áður en Felix setti boltann á hægri fótinn og skaut að marki. Boltinn í netið á nærstöng og staðan 3-0 fyrir heimaliðið sem var á botninum fyrir leik kvöldins. HK virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð á meðan ÍBV hélt áfram að þjarma að marki þeirra. Arnar Freyr þurfti að taka á honum stóra sínum frá Eyþóri Daða og Hermanni Þór Ragnarssyni um miðjan síðari hálfleik. Arnar Freyr þurfti svo að fara af velli vegna meðsla sem hann hlaut þegar honum lenti saman við Sverri Pál þegar skammt var eftir. Sama var uppi á tengingnum síðustu tíu mínútur leiksins. ÍBV mun líklegri og það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem gestirnir sóttu af krafti en komust lítið áleiðis. Niðurstaðan þriggja marka sigur ÍBV sem vinna loks leik og lyfta sér upp töfluna. Af hverju vann ÍBV? Ekki veit ég hvað rætt var fyrir leik en Eyjamenn mættu mun grimmari en kollegar þeirra úr Kópavogi. Skoruðu snemma leiks og litu aldrei um öxl. Annað markið kom skömmu fyrir hálfleik og það þriðja strax í upphafi þess síðari. Leik lokið. ÍBV var yfir í öllum þeim þáttum sem skipta máli í leik sem þessum. Kraftur, dugnaður, barátta og allar hinar klisjurnar. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var frábær í kvöld. Skoraði fyrsta mark leiksins og lagði upp ótal færi ásamt því að slást um hvern einasta bolta sem í boði var. Eyþór Daði Kjartansson kom inn af bekknum og skoraði virkilega snoturt aukaspyrnumark og skapaðist hætta í hvert skipti sem hann fékk tíma og pláss með boltann. Varnarlína ÍBV var nánast ósýnileg, sem segir til um hversu lítið gestirnir ógnuðu og hve vel línan stóð vaktina. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, varði nokkrum sinnum vel í leiknum og sá til þess að munurinn yrði ekki meiri. Hvað gekk illa? HK hafa átt upp og niður leiki það sem af er mótinu. Þetta var niður leikur. Voru úti um allt varnarlega og náðu engum takti sóknarlega. Afar ólíkir sjálfum sér og lykilmenn sáust ekki. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga KR á Meistaravöllum í næstu umferð en HK tekur á móti Val. Ómar Ingi: Verðum að passa okkur að láta þetta ekki kafsigla okkur andlega Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var vonsvikinn með spilamennsku sinna manna í leiknum í Eyjum í kvöld. „Þetta voru mikil vonbrigði. Þetta var lélegt HK lið sem mætti til leiks í dag. Mér fannst við vera hægir, seinir og viljalitlir. Upplifunin var eins og við værum of góðir til að fara í dansinn sem Eyjamenn buðu upp í.“ Gestirnir voru ólíkir sér og vantaði þann kraft sem liðið hefur sýnt það sem af er sumri. „Við vorum í erfiðleikum allstaðar og þá er sérstaklega erfitt að skora. Fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki og fyrsti leikurinn sem við töpum með meira en einu marki. Við verðum að passa okkur að láta þetta ekki gjörsamlega kafsigla okkur andlega þó að þessi leikur hafi farið eins og hann fór. Erfiðasti hluturinn í þessu er að skora mörk og þegar það eru erfiðleikar aftarlega þá verður það enn erfiðara,“ sagði Ómar.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti