Söknuðurinn er alltaf til staðar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júní 2023 08:02 Brynja segir þau systkinin, og móður þeirra, hafa tekist á við sorgina hvert á sinn hátt. Brynja Eiríksdóttir var einungis 12 ára gömul þegar faðir hennar, Eiríkur Örn Stefánsson, var bráðkvaddur. Á þeim tíma, árið 2004, var lítill sem enginn stuðningur í boði fyrir einstaklinga sem misst hafa maka og börn þeirra. Það breyttist árið 2013 þegar samtökin Ljónshjarta voru stofnuð og segir Brynja gífurlega mikilvægt að aðstandendur hafi slíkt bakland á meðan tekist er á við sorgina. Ljónshjarta er á meðal þeirra góðferðafélaga sem taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka nú í ár og hyggst Brynja hlaupa 21 kílómetra og safna áheitum fyrir félagið. Ein að kljást við áfallið Brynja á einn eldri bróður og einn yngri og var að eigin sögn ,,pabbastelpa í húð og hár.“ Andlát föður hennar árið 2004 bar brátt að og það var því ekkert sem gat undirbúið fjölskylduna undir áfallið. „Það var enginn sem átti von á þessu. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann boðist einhverskonar hjálp, að tala við sálfræðing eða ráðgjafa eða eitthvað slíkt. Það var engin slík þjónusta til staðar,“ segir Brynja. Hún bætir við að hið sama hafi gilt um móður hennar á sínum tíma, sem skyndilega stóð uppi ein með þrjú börn og þurfti á sama tíma að takast á við gífurlega sorg. Brynja var að eigin sögn pabbastelpa í húð og hár en andlát föður hennar árið 2004 bar brátt að.Aðsend „Við vorum meira og minna ein að fást við þetta. Það var eiginlega bara í höndum mömmu og ömmu að hugga okkur systkinin í gegnum þetta. Það hefði munað rosalega miklu fyrir okkur að geta leitað stuðnings annars staðar. Við vorum heppin að því leyti að við áttum gott bakland í fjölskyldunni, en það er auðvitað alls ekki sjálfsagt að eiga slíkt.“ Brynja segir þau systkinin, og móður þeirra, hafa tekist á við sorgina hvert á sinn hátt. „Mín leið var eiginlega að tala mig í gegnum þetta, tala við fjölskyldu og vini. En það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum.“ Mikilvægt starf Brynja heyrði fyrst af starfsemi Ljónshjarta fyrir tæpum fimm árum, þegar hún kynntist Karen Björk Guðjónsdóttur, einni af stofnendum samtakanna. „Það var fyrir tilviljun að ég heyrði af Ljónshjarta, ég fór að vinna á sama vinnustað og Karen og við byrjuðum að spjalla og ég tengdi strax við það sem hún sagði, en hún missti sjálf maka sinn og barnsföður úr veikindum.“ Líkt og Brynja bendir á reiða samtök á borð við Ljónshjarta sig alfarið á fjármagnstyrki frá almenningi. Hún er ein af þeim sem hyggst hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19.ágúst næstkomandi og safna áheitum til styrktar félaginu. „Mér finnst frábært að geta lagt mitt af mörkum með þessum hætti. Af því að ég veit að það eru margir þarna úti sem þurfa virkilega á þessu að halda.“ Brynja segir sína sögu skýrt dæmi um hversu mikilvægt það sé að félag eins og Ljónshjarta sé til staðar. „Af því að það eru ekkert allir sem geta unnið úr þessu sjálfir. Það er svo mikilvægt að það sé fagfólk til staðar sem getur hjálpað þeim. Viðkomandi er kannski ekkert endilega að leita eftir hugunn, eða vorkunn. Stundum þarf bara opin eyru, og vera til staðar. Leyfa manneskjunni að tjá sig og vinna sig í gegnum allar þessar tilfinningar.“ Söknuðurinn er alltaf til staðar Brynja segir það vera langtímaverkefni að læra að lifa með sorginni. „Sorgin hverfur aldrei, og þegar maður verður eldri þá verður þetta öðruvísi. Þá syrgir maður allt það sem hann fékk ekki tækifæri á að vera hluti af, brúðkaup, útskriftir og alls kyns viðburði. Eins og til dæmis núna, þegar ég er sjálf orðin móðir. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að hann hafi aldrei fengið að hitta börnin mín, og þau fái aldrei að hitta hann. Það koma reglulega upp augnablik þar sem mér er sérstaklega hugsað til hans. Það eru svona lítil móment í hverdagslífinu, til dæmis bara ef að það þarf að skipta um dekk á bílnum, þar sem ég hugsa hvað það væri gott að geta hringt í pabba núna.“ Brynja segir erfitt að hugsa til þess að hún fái aldrei að kynnast föður sínum á fullorðinsárum. „Ég þekkti hann alltaf sem „pabba“. Þegar hann hann deyr þá er ég að fara úr því að vera barn yfir í það að vera unglingur, þar sem maður er meira að setja sig inn í hugarheim hinna fullorðnu. Ég fékk aldrei að kynnast honum sem fullorðnum einstaklingi. Þegar ég varð eldri fékk ég oft að heyra sögur af honum frá þeim sem þekktu hann og fékk að heyra hvernig þeir minnast hans; hann var hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom, mikill veislumaður. Og mikill sögumaður. Mér finnst sorglegt að hafa aldrei fengið að kynnast þessari hlið á honum. Það hefði verið svo gaman ef hann hefði fengið tækifæri til að sjá okkur systkinin vaxa úr grasi og verða að fullorðnum einstaklingum. Það líður ekki sá dagur þar sem hann er ekki partur af lífi mínu. Þó hann sé farinn.“ Hér er hægt að heita á Brynju og styðja við starfsemi Ljónshjarta. Um Ljónshjarta Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Þau voru stofnuð 28. nóvember 2013. Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Því er mikilvægt að geta fengið aðstoð við að átta sig á hvernig ráðlegast er að gera hlutina og finna á einum stað upplýsingar um réttindi sín í kerfinu og leiðir í sorgarvinnu fullorðinna og barna. Síðast en ekki síst finnst flestum mjög hjálplegt að fá að komast í kynni við og hitta fólk í sömu sporum, finna skilning og stuðning hjá þeim sem þekkja af eigin reynslu hvað við er að etja. Markmið samtakanna er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í að halda úti heimasíðu með ýmis konar fræðsluefni og efna til fyrirlestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund saman. Ljónshjarta er með lokaðan hóp á Facebook fyrir þá sem hafa misst maka. Heimasíðu Ljónshjarta má finna hér. Börn og uppeldi Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Ljónshjarta er á meðal þeirra góðferðafélaga sem taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka nú í ár og hyggst Brynja hlaupa 21 kílómetra og safna áheitum fyrir félagið. Ein að kljást við áfallið Brynja á einn eldri bróður og einn yngri og var að eigin sögn ,,pabbastelpa í húð og hár.“ Andlát föður hennar árið 2004 bar brátt að og það var því ekkert sem gat undirbúið fjölskylduna undir áfallið. „Það var enginn sem átti von á þessu. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann boðist einhverskonar hjálp, að tala við sálfræðing eða ráðgjafa eða eitthvað slíkt. Það var engin slík þjónusta til staðar,“ segir Brynja. Hún bætir við að hið sama hafi gilt um móður hennar á sínum tíma, sem skyndilega stóð uppi ein með þrjú börn og þurfti á sama tíma að takast á við gífurlega sorg. Brynja var að eigin sögn pabbastelpa í húð og hár en andlát föður hennar árið 2004 bar brátt að.Aðsend „Við vorum meira og minna ein að fást við þetta. Það var eiginlega bara í höndum mömmu og ömmu að hugga okkur systkinin í gegnum þetta. Það hefði munað rosalega miklu fyrir okkur að geta leitað stuðnings annars staðar. Við vorum heppin að því leyti að við áttum gott bakland í fjölskyldunni, en það er auðvitað alls ekki sjálfsagt að eiga slíkt.“ Brynja segir þau systkinin, og móður þeirra, hafa tekist á við sorgina hvert á sinn hátt. „Mín leið var eiginlega að tala mig í gegnum þetta, tala við fjölskyldu og vini. En það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum.“ Mikilvægt starf Brynja heyrði fyrst af starfsemi Ljónshjarta fyrir tæpum fimm árum, þegar hún kynntist Karen Björk Guðjónsdóttur, einni af stofnendum samtakanna. „Það var fyrir tilviljun að ég heyrði af Ljónshjarta, ég fór að vinna á sama vinnustað og Karen og við byrjuðum að spjalla og ég tengdi strax við það sem hún sagði, en hún missti sjálf maka sinn og barnsföður úr veikindum.“ Líkt og Brynja bendir á reiða samtök á borð við Ljónshjarta sig alfarið á fjármagnstyrki frá almenningi. Hún er ein af þeim sem hyggst hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19.ágúst næstkomandi og safna áheitum til styrktar félaginu. „Mér finnst frábært að geta lagt mitt af mörkum með þessum hætti. Af því að ég veit að það eru margir þarna úti sem þurfa virkilega á þessu að halda.“ Brynja segir sína sögu skýrt dæmi um hversu mikilvægt það sé að félag eins og Ljónshjarta sé til staðar. „Af því að það eru ekkert allir sem geta unnið úr þessu sjálfir. Það er svo mikilvægt að það sé fagfólk til staðar sem getur hjálpað þeim. Viðkomandi er kannski ekkert endilega að leita eftir hugunn, eða vorkunn. Stundum þarf bara opin eyru, og vera til staðar. Leyfa manneskjunni að tjá sig og vinna sig í gegnum allar þessar tilfinningar.“ Söknuðurinn er alltaf til staðar Brynja segir það vera langtímaverkefni að læra að lifa með sorginni. „Sorgin hverfur aldrei, og þegar maður verður eldri þá verður þetta öðruvísi. Þá syrgir maður allt það sem hann fékk ekki tækifæri á að vera hluti af, brúðkaup, útskriftir og alls kyns viðburði. Eins og til dæmis núna, þegar ég er sjálf orðin móðir. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að hann hafi aldrei fengið að hitta börnin mín, og þau fái aldrei að hitta hann. Það koma reglulega upp augnablik þar sem mér er sérstaklega hugsað til hans. Það eru svona lítil móment í hverdagslífinu, til dæmis bara ef að það þarf að skipta um dekk á bílnum, þar sem ég hugsa hvað það væri gott að geta hringt í pabba núna.“ Brynja segir erfitt að hugsa til þess að hún fái aldrei að kynnast föður sínum á fullorðinsárum. „Ég þekkti hann alltaf sem „pabba“. Þegar hann hann deyr þá er ég að fara úr því að vera barn yfir í það að vera unglingur, þar sem maður er meira að setja sig inn í hugarheim hinna fullorðnu. Ég fékk aldrei að kynnast honum sem fullorðnum einstaklingi. Þegar ég varð eldri fékk ég oft að heyra sögur af honum frá þeim sem þekktu hann og fékk að heyra hvernig þeir minnast hans; hann var hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom, mikill veislumaður. Og mikill sögumaður. Mér finnst sorglegt að hafa aldrei fengið að kynnast þessari hlið á honum. Það hefði verið svo gaman ef hann hefði fengið tækifæri til að sjá okkur systkinin vaxa úr grasi og verða að fullorðnum einstaklingum. Það líður ekki sá dagur þar sem hann er ekki partur af lífi mínu. Þó hann sé farinn.“ Hér er hægt að heita á Brynju og styðja við starfsemi Ljónshjarta. Um Ljónshjarta Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Þau voru stofnuð 28. nóvember 2013. Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Því er mikilvægt að geta fengið aðstoð við að átta sig á hvernig ráðlegast er að gera hlutina og finna á einum stað upplýsingar um réttindi sín í kerfinu og leiðir í sorgarvinnu fullorðinna og barna. Síðast en ekki síst finnst flestum mjög hjálplegt að fá að komast í kynni við og hitta fólk í sömu sporum, finna skilning og stuðning hjá þeim sem þekkja af eigin reynslu hvað við er að etja. Markmið samtakanna er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í að halda úti heimasíðu með ýmis konar fræðsluefni og efna til fyrirlestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund saman. Ljónshjarta er með lokaðan hóp á Facebook fyrir þá sem hafa misst maka. Heimasíðu Ljónshjarta má finna hér.
Börn og uppeldi Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira