Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi.
„Ég held að allir sem fá þetta verkefni í hendurnar ætli að gera þetta eitthvað öðruvísi en svo eru bara ákveðnar formúlur í ferlinu,“ segir Gauti sem hafði í fyrstu ætlað sér að gera myndbandið frumlegt og öðruvísi og lýsir ferlinu sem skemmtilegu verkefni.
„Okkur tókst að gera Þjóðhátíðarlag sem við náðum setja í okkar eigin búning,“ segir Gauti glaður með afraksturinn, en Þormóður Eiríksson pródúsent samdi lagið og texta með honum.
Væmnari en fólk heldur
Í myndbandinu má sjá Gauta spóka sig um á hinum ýmsu stöðum í Vestmannaeyjum. Dansandi um borð í Herjólfi með Heimaklett í bakgrunni, spranga og svamlandi í sundi svo eitthvað sé nefnt.
„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, að þú sért hjá mér það er allt,“ segir í laginu sem vitnar í rómantíska samverustund með ástinni.
Ertu að mýkjast með árunum þegar kemur að tónlistarsmíð?
„Það kemur í bylgjum. Ég hef allaf verið væmnari en fólk heldur og það blekkir þegar maður er að fá sér tattú, en ég er bara væminn mömmustrákur í grunninn,“ segir Gauti.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður