Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:32 Dominykas Milka gæti verið aftur á leið til Keflavíkur. Visir/ Diego Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. „Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32