Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 17:38 Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira