Formúla 1

Hamilton þurfi að biðjast af­sökunar: „Hefði ekki átt að gerast“

Aron Guðmundsson skrifar
Hamilton og Russell skullu saman.
Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot

Nico Ros­berg, For­múlu 1 heims­meistari og nú sér­fræðingur Sky Sports í tengslum við móta­röðina, segir að fyrrum liðs­fé­lagi sinn og keppi­nautur Lewis Hamilton ætti að biðjast af­sökunar líkt og Geor­ge Rus­sell vegna upp­á­komu sem varð á milli þeirra í tíma­tökum á Spáni í gær.

Toto Wolff, liðs­stjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tíma­tökunum milli öku­manna liðsins Lewis Hamilton og Geor­ge Rus­sell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri um­ferð tíma­tökunnar.

„Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tíma­tökum. „Liðs­fé­lagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tíma­tökum.“

Báðir öku­menn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring.

Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og at­vikið gerði út um mögu­leika Rus­sell á að komast á­fram í loka­um­ferð tíma­tökunnar.

„Þetta er ó­heppi­legt at­vik en ég tel engu að síður að mjög al­var­leg sam­töl muni eiga sér stað innan liðsins í kjöl­farið,“ sagði Ros­berg á Sky Sports eftir tíma­tökurnar.

Rus­sell hefur beðist af­sökunar á at­vikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitt­hvað sem Ros­berg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á sam­skiptum innan liðsins sem á­stæðu fyrir því hvernig fór.

„Hann þarf að biðjast af­sökunar,“ lét Ros­berg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af mögu­leika á að vera með báða öku­menn sína meðal fremstu manna.

Hamilton ræsir fjórði í kapp­akstri dagsins en Rus­sell tólfti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×