Annie Mist tryggði sér sæti á heimsleikunum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 12:44 Annie Mist eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. Vísir/Getty Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í dag sæti á heimsleikunum í CrossFit með frábærum árangri á undanúrslitamóti í Berlín. Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira