Það var nýverið ljóst að Zlatan Ibrahimovic myndi ekki framlengja samning sinn við AC Milan sem rennur út nú i sumar. Zlatan hefur leikið með Milan síðan árið 2019 en hann var einnig á mála hjá félaginu árin 2010-2012, fyrst á láni frá Barcelona en Milan festi kaup á honum seinna tímabilið.
Zlatan hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar en það stoppaði þó ekki stuðningsmenn AC Milan í því að kveðja Svíann almennilega. Í stúkunni mátti sjá textann „GODBYE“ skrifaðan stórum stöfum og sungu stuðningsmenn síðan til heiðurs Ibrahimovic.
Que manera de despedir el Ac Milán a su Ídolo eterno el Dios Zlatan Ibrahimovic..
— AnaDeportes (@Ana_deportes) June 4, 2023
El León no contuvo sus lágrimas..
pic.twitter.com/sV6zuGSObF
Þegar myndavélarnar beindust að Zlatan og konu hans í stúkunni mátti sjá að sá sænski var augljóslega hrærður yfir móttökunum. Hann hefur alls skorað 76 mörk í 123 leikjum fyrir ítalska stórveldið og vann ítalska meistaratitilinn með félaginu árið 2012 og svo aftur á síðasta ári.
Hinn 41 árs gamli Ibrahimovic hefur enn ekki gefið út hvort hann muni halda áfram að leika knattspyrnu en hann hefur meðal annars verið orðaður við Monza sem leikur í Serie A.