Ótrúleg dramatík þegar Royal Antwerp vann fyrsta meistaratitilinn í 66 ár Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 23:00 Mark Van Bommer knattspyrnustjóri Royal Antwerp og hetjan Toby Alderweireld fagna meistaratitlinum. Vísir/Getty Toby Alderweireld er líklegast kominn í hóp elífðarhetja hjá belgíska félaginu Royal Antwerp. Hann tryggði liðinu í dag belgíska meistaratitilinn með marki á síðustu mínútu í leik gegn Genk. Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti. Belgíski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti.
Belgíski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira