Nýtur náttúran verndar í Reykjavík? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2023 08:00 Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar