700 hjálmar Indriði Ingi Stefánsson skrifar 6. júní 2023 07:00 Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun