Fyrsti laxinn í gegnum teljarann Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2023 08:30 Elliðaár - Laxateljari Teljarinn var settur niður í gær í Elliðaánum en fyrstu laxarnir hafa einmitt verið að sýna sig í ánni svo það mátti ekki seinna vera. Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Lax sem meðafli makrílbáta Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði
Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Lax sem meðafli makrílbáta Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði