Innlent

Á þriðja tug mála af­greidd fyrir helgi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í ræðustól á Alþingi.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir vonir standa til þess að á þriðja tug mála verði afgreiddur fyrir þinglok, þeirra á meðal fjölmiðlafrumvarp og frumvarp heilbrigðisráðherra um valkvæða hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna hjá hinu opinbera.

Meðal mála sem bíða fram á haust er frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum, frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn og þingsályktunartillaga forsætisráðherra um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×