Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins Indriði Ingi Stefánsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lífeyrissjóðir Píratar Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun