Djokovic nálgast titlametið í París Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 18:20 Djokovic lyftir titlinum á Roland-Garros árið 2021. Vinni hann mótið í ár þá slær hann titlamet í karlaflokki með flesta Grand Slam-titla frá upphafi, eða 23 talsins. Getty/Tim Clayton Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Sjá meira
Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo
Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti