Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 16:49 Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að jafna sig af meiðslum, á afar skömmum tíma. Getty/Eroll Popova Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira