Fyrir rekur Optical Studio verslanir í Smáralind, á Hafnartorgi og í Reykjanesbæ og með nýju versluninni í Kringlunni eru þær því orðnar fjórar talsins.
Margt var um manninn í opnunarpartýinu og var mikil stemmning og fjör að sögn Huldu Guðnýjar Kjartansdóttur, framkvæmdarstjóri Optical Studio.
„Það er mikið gleðiefni að hafa loksins opnað verslun í Kringlunni. Eftirspurnin var orðin mjög mikil enda vorum við oft spurð hvers vegna við værum ekki líka í Kringlunni. Það er oft ansi erilsamt í verslun okkar í Smáralindinni þar sem reglulega myndast biðraðir út á gang. Það var því alveg ljóst að kominn var tími á að auka þjónustustigið og opnun Optical Studio í Kringlunni var því rökrétt skref.“

Hulda segir vöruúrvalið hjá Optical Studio vera einstakt í alþjóðlegum samanburði sambærilegra verslana. „Hjá okkur má finna gleraugu og sólgleraugu frá helstu tískumerkjum heimsins. Optical Studio leggur mikið upp úr úrvali vörumerkja og persónulegri þjónustu þar sem allir aldurshópar geta fundið gleraugu við hæfi.“

Meðal vinsælla vörumerkja eru dönsku Lindberg gleraugun sem eru margverðlaunuð fyrir einstaka hönnun en umgjarðirnar eru skrúfulausar og léttustu umgjarðirnar vega einungis 2,8 grömm. „En um leið eru þær mjög sterkar og þola mikið hnjask. Þær henta því börnum sérstaklega vel og er þriggja ára ábyrgð á öllum Lindberg gleraugum. Það ættu því allir að geta fundið gleraugu við sitt hæfi og á öllu verðbili.“
Nánari á opticalstudio.is.