„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:46 Pep Guardiola fagnaði vel og innilega eftir að Manchester City tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spurning hvort hann fagni eftir sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Vísir/Getty „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02